Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 76
10. júní, 2020
Annað
Fyrirspurn
Fram hefur komið í drögum á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar skipulag byggðar í Skerjafirði að umfang landfyllinga er minnkað. Samt eru forsendur landfyllingar fyrir annan áfanga uppbyggingar á svæðinu eftir því sem fram kemur í drögum. Fyrir liggur að flugvöllurinn verður á þessum stað næstu 15 árin samkvæmt því sem borgarstjóri segir. Fulltrúi Flokks fólksins spyr eftirfarandi: Er ekki ástæða til að fresta öllum byggingaráformum í nágrenni flugvallarins þar til hann fer? Þá verður hægt að hanna byggingar án takmarkana á hæð, öryggissvæðis og margt fleira. Við brotthvarf flugvallarins verður einfaldlega allt annað umhverfi í boði, og lítil ef nokkur þörf verður þá á landfyllingum.
Svar

Vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Spurt er um hvort ekki sé ástæða til að fresta öllum byggingaráformum í nágrenni flugvallarins þar til hann fer úr Vatnsmýrinni enda verður þá allt annað umhverfi í boði. Þessum fyrirspurnum er vísað frá með þeim rökum að verið sé að spyrja um pólitísku afstöðu kjörinna fulltrúa eins og segir í svari. Hér er ekki spurt um pólitíska afstöðu heldur um skipulagsmál enda er umhverfi flugvallarins fyrst og fremst skipulagsmál. Vissulega eru skipulagsmál oft afar pólitísk enda ákvörðuð á pólitískum vettvangi. Fimmtán ár í sögu Reykjavíkur er brot af sögu borgarinnar og þessi 15 ár mega vel líða án framkvæmda. Þegar flugvöllurinn fer, fari hann þ.e.a.s. opnast allt aðrir möguleikar á byggðaþróun. Þeim möguleika á ekki að spilla með því að byggja í sérhverjum útnára flugvallarins. Þessi fyrirspurn á því algerlega rétt á sér og hefur ekkert að gera við að verið sé að spyrja aðra um pólitíska afstöðu þeirra. Miklu máli skiptir hvort flugvöllur sé á svæðinu eða ekki þegar horft er til byggingaáforma. Ef hann er ekki, eru ekki um sömu takmarkanir á hæð bygginga eða öryggisgirðingar svo eitthvað sé nefnt. Þess vegna er skoðandi hvort ekki sé rétt að bíða með að skipuleggja svæðið þar til að flugvöllurinn fari.
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Tillögunni er vísað frá. Fyrirspurnir eru fyrir kjörna fulltrúa til þess að óska eftir faglegum upplýsingum um gögn og stöðu verkefna en ekki til að spyrja aðra kjörna fulltrúa um sína pólitísku afstöðu.