Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi tillögu,
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 76
10. júní, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt er til að frítt verði í bílastæðishús og í öll bílastæði í sumar (frá 10. júní - 15. september) í miðbænum til að laða fólk að því svæði. Er þessi tillaga liður í því kynningarátaki sem farið er af stað, sem kostar útsvarsgreiðendur 50 milljónir og gengur út á að auðga miðbæinn lífi.
Svar

Fellt með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Það er fáránlegt að meirihlutinn felli þessa réttmætu tillögu sem yrði til þess að lífga miðbæinn við eftir sífellt, langvinnt niðurrif meirihlutans. Aðgengi að miðbænum í 50 milljóna markaðsátaki er mikilvægasti hluti þess að auðga hann lífi því engir eru ferðamennirnir. Hér birtist rörsýn meirihlutans gagnvart þessu svæði.
  • Sjálfstæðisflokkur
    Mikilvægt er að ráðast í aðgerðir til að efla miðbæinn, létta álögum og auðvelda aðgengi í sátt við íbúa og rekstraraðila. Rekstarumhverfi verslunar, þjónustu og veitastaða er þungt í Reykjavík, ekki síst með tilkomu kórónukreppunnar.