Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,
Síðast Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 76
10. júní, 2020
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Vegna gríðarlegrar uppbyggingar í Vatnsmýrinni er ljóst að rennsli til vatnasvæðis tjarnarinnar hefur minnkað svo að það ógnar fuglalífi. Skerjafjörðurinn er uppeldisstöð bæði sjávar og fuglalífs ásamt öðrum mikilvægum lífverum í firðinum sjálfum. Því er mikilvægt að fyrirhuguð byggð í Skerjafirði fari í umhverfismat áður en hreyft verður við svæðinu. 1. Verður það gert? 2. Mikil mengun hefur fundist í jarðvegi á þessu svæði, hvaða eiturefni fundust tæmandi talið? 3. Hvað er áætlað að kostnaðurinn verði við það að fjarlægja þennan mengaða jarðveg? 4. Hvað spannar mengunin yfir stórt svæði? 5. Hvert á að flytja þennan mengaða jarðveg?
Svar

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu sviðsstjóra og til umsagnar heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur