Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, varðandi verslunarrými við göngugötur, umsögn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 81
9. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins varðandi verslunarrými við göngugötur í miðbænum, sbr. 54. lið fundargerðar frá 3. júní 2020. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu skipulagfulltrúa dags. 4. september 2020.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúa Flokks fólksins finnst þessi talning embættis skipulagsfulltrúa nokkuð sérkennileg enda svo sem „lausleg talning“. En er hann að segja að sumarið 2020 hafi verið 7 tóm rými? Þetta stenst enga skoðun. Hvað þá að 4 rými standi auð frá Laugavegi að Klapparstíg.  Samkvæmt talningu sem Miðbæjarfélagið í Reykjavík framkvæmdi 8. september eru laus verslunarrými frá Laugavegi 1 að Snorrabraut 26 og hefur þeim fjölgað enn meira síðustu vikur. Fram kemur í svari að einungis er notast við húsnúmer sem tilheyra göngugötum í svari fyrirspurnarinnar. Einnig segir að umhverfis- og skipulagsráð haldi ekki úti tæmandi lista yfir stöðu verslunar- og veitingareksturs í miðborginni. Hvernig getur embætti skipulagsfulltrúa þá vitað hvað séu mörg rými laus. Fulltrúi Flokks fólksins vill bara segja að skrifstofan og umhverfis- og skipulagssviðið hefur greinilega ekki hugmynd um hver raunveruleg staða er þarna á svæðinu frá degi til dags og hvað er að gerast á Laugavegi yfir höfuð enda ekkert samráð og ekki hlustað á rekstraraðila. Næstu mánuðir eru spurning uppá líf og dauða fyrir margan reksturinn. Með tillögunni um að framlengja tímabundnar göngugötur frá 1. okt. 2020 til 1. maí 2021 er sennilega restin af rekstraraðilunum að fá rothögg. Hefur framlenging tímabundinna göngugatna verið borin undir rekstraraðila?