Lögð er fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sem barst skipulags- og samgönguráði 11. júní 2020 og var vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Einnig er lögð fram umsögn dags. 6. ágúst 2020.
Svar
Fellt með fjórum greiddum atkvæðum, fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Bókanir og gagnbókanir
Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
Bilanavakt Bílastæðasjóðs er starfrækt utan opnunartíma sem aðstoðar aðila við úrlausn mála. Tillagan er því felld.
Flokkur fólksins
Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að Reykjavíkurborg hafi neyðarnúmer/þjónustusíma sem hægt er að hringja í eftir hefðbundinn opnunartíma þjónustuvers hefur verið felld. Tillagan var send til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs sem hefur ekkert að gera með þessa tillögu. Rökin fyrir að fella tillöguna er því ekki byggð á umsögn þeirra sem hafa með þessi mál að gera. Þessi þjónusta sem Flokkur fólksins er að reyna að fá bætta er ekki í góðu lagi. Fólk hefur lent í miklum vandræðum í bílastæðahúsum. Af afgreiðslunni að dæma lítur ekki út fyrir að laga eigi þessa hluti. Fulltrúi Flokks fólksins hefur fengið ábendingar frá þeim sem lokast hafa inni í bílastæðahúsum og ekki fundið leiðir til að kalla eftir hjálp. Almennt séð er það ólíðandi að fólk geti ekki hringt í neitt númer, neyðar- eða þjónustunúmer þegar það lendir í vandræðum í einhverjum af stofnunum Reykjavíkurborgar eftir að lokun. Hér þarf að bæta úr hið snarasta. Það myndi breyta miklu að hafa þjónustu/neyðarsíma sem fólk hefur aðgang að ef það lendir í vandræðum í borginni. Þótt tillagan hafi verið felld er það enn von fulltrúa Flokks fólksins að bílastæðasjóður taki til greinar þessar ábendingar, í það minnsta merki betur hvað fólks skuli gera lendi það í vandræðum.