Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins úr borgarráði, um stóla fyrir veitingamenn í borginni, umsögn - USK2020050052
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 77
1. júlí, 2020
Annað
Fyrirspurn
BORGARRÁÐ 7. maí 2020: Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um stóla fyrir veitingamenn í borginni. Vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs - R20050058
Svar

Í máli formanns skipulags- og samgönguráðs í viðtali á Rúv kom fram að Reykjavíkurborg er búin að fjárfesta í stólum fyrir veitingamenn í borginni 1. Eru þetta réttar upplýsingar? 2. Hvað eru stólarnir margir? 3. Hvað kostuðu stólarnir? 4. Var farið í verðfyrirspurn eða útboð áður en stólarnir voru keyptir? 5. Af hvaða fyrirtæki/fyrirtækjum voru stólarnir keyptir?  6. Er líka búið að kaupa borð? 7. Ef svo er hvað eru þau mörg og hvað kostuðu þau?

Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Það er óskiljanlegt að fyrirspurnir sem ég lagði fram í byrjun maí í borgarráði, tvær frá 7. maí og ein frá 14 maí, skuli fyrst núna vera afgreiddar með formlegum hætti inn í samgöngu- og skipulagsráði. Í raun má segja að þær hafa ekki verið teknar fyrir því þeim er vísað áfram. Hvað er að í stjórnsýslu Reykjavíkur – af hverju þarf að flækja málin svona mikið?