Í máli formanns skipulags- og samgönguráðs í viðtali á Rúv kom fram að Reykjavíkurborg er búin að fjárfesta í stólum fyrir veitingamenn í borginni 1. Eru þetta réttar upplýsingar? 2. Hvað eru stólarnir margir? 3. Hvað kostuðu stólarnir? 4. Var farið í verðfyrirspurn eða útboð áður en stólarnir voru keyptir? 5. Af hvaða fyrirtæki/fyrirtækjum voru stólarnir keyptir? 6. Er líka búið að kaupa borð? 7. Ef svo er hvað eru þau mörg og hvað kostuðu þau?