Framhaldsfyrirspurn um útboð Reykjavíkurborgar um stýribúnað umferðarljósa og framkvæmd ljósastýringar frá 1979. 1. Hver er niðurstaðan í kærumálunum í útboði nr. 14356 sem auðkennt er rammasamningur um stýribúnað umferðarljósa? 2. Hvaða fyrirtæki hefur þjónustað Reykjavíkurborg í ljósastýringu/tæknibúnað frá árinu 1979? 3. Geta borgarfulltrúar fengið að sjá og fengið kynningu á miðlægri stýritölvu (MSU) sem staðsett er í Borgartúni? 4. Óskað er efir að fá kerfislýsingu á ljósaprógramminu sem starfsfólk RVK og ráðgjafar hafa hannað sjá IV. kafla greinagerðarinnar. 5. Hvaða greiningar er hægt að fá varðandi umferð og notkun umferðarljósanna undanfarin ár skv. v. kafla b. í greinargerð. 6. Er hægt að sjá umferðarflæði á öllum ásum ljósanna sem tengd eru við kerfið undanfarin ár. 7. Á gönguljósum í miðbænum hafa verið teknir upp Austur-Þýskir karlar. Hvað kostaði að breyta þessum gönguljósum í þessa veru? 8. Hver tók ákvörðun um að breyta ljósunum? 9. Standast þessar breytingar ný umferðarlög?