Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins úr borgarráði, um útboð Reykjavíkurborgar og kæru vegna útboðs Reykjavíkurborgar á stýribúnaði umferðarljósa og framkvæmd ljósastýringar frá 1979, umsögn - USK2019110087
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 80
2. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins sem barst borgarráði 7. maí 2020 og var vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs þar sem fyrirspurninni  var vísað til skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar 1. júlí 2020. Einnig er lögð fram umsögn dags. 20. ágúst.
Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Það er allt mjög einkennilegt hvað varðar útboðsmál og viðskipti Reykjavíkur þegar kemur að ljósastýringarmálum. Svo virðist að eitt fyrirtæki sitji að kjötkötlunum og nýjum fyrirtækjum er ekki hleypt að borðinu. Útboð eru ógilt og kærð. Samt keyrir borgin áfram sömu stefnu. Meira að segja er ekki búið að úrskurða í hinu ólöglega útboði þá fer borgin af stað með nýtt útboð sama efnis. Nú þegar hefur Reykjavíkurborg þurft að greiða tæpa milljón vegna ógilda útboðsins til eins aðila og enn á eftir að koma í ljós hversu háar upphæðir borgin þarf að greiða til hins aðilans sem kærði útboðið. Í annað sinn er birt löng runa fyrirtækja sem hafa ekkert með fyrirspurnina að gera og eru þær setta fram til að draga athygli frá fyrirspurninni sem snýr eingöngu að ljósabúnaði- og ljósastýringu og aðkomu eins fyrirtækis að einokuninni sem snýr að viðskiptum í ljósastýringarmálum í Reykjavík frá 1979. Hér er jafnframt bent á austur þýskt gæluverkefni sem borgarbúar þurfa að greiða fyrir. Austur þýska gæluverkefnið er endurnýju á ljósakerjum á gönguljósum í miðborginni og kosta hver gatnamót 64.000 án virðisaukaskatts. Í alvöru – hvert er þessi meirihluti kominn?