Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki að:• Umferð á Geirsgötu hafi forgang gagnvart umferð sem kemur frá Bryggjugötu.• Gönguþverun yfir Bryggjugötu við Geirsgötu verði merkt sem gangbraut.Ofangreind ráðstöfun sé merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingum þar sem það á við, í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt áorðnum breytingum. Biðskylda verði merkt á Bryggjugötu gagnvart umferð eftir Geirsgötu.