Umferðaröryggisaðgerðir 2020, gangbrautamerkingar og hámarkshraðabreytingar, tillaga, USK2020060110
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 77
1. júlí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram svohljóðandi tillaga Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 26. júní 2020, ásamt fylgiskjölum:
Svar

Lagt fram bréf Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 26. júní 2020, þar sem lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki að:

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins fagnar þessum aðgerðum og sérstaklega þeim sérstaka viðburði að tillaga Flokks fólksins um lækkun hámarkshraða úr 50 km/klst.  í 30 km/klst.   á Laugarásvegi var samþykkt. Á þessari götu var þörf að lækka hraðan enda þótt hraðahindranir geri vissulega sitt gagn. Þetta er í raun í samræmi við aðrar götur í hverfinu þar sem íbúðarhúsnæði er þétt. Ökumenn aka jafnan hraðar en  30 km/klst. á Laugarásvegi sem skapar  hættu en mikið af börnum búa í götunni og leika sér fyrir framan húsin. Gatan er löng og þ.a.l. eiga ökumenn það til að auka hraðann verulega. Íbúar við Laugarásveg eru uggandi um börn sín og telja að það auki öryggi þeirra til muna verði hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst sem nú er orðinn að raunveruleika.
  • Sjálfstæðisflokkur
    Stór skref í umferðaröryggismálum eru stigin með því að taka í notkun „Snjallgangbrautir“ á nokkrum stöðum í borginni. Tillaga Sjálfstæðisflokksins um öruggari gangbrautir var samþykkt í borgarstjórn 7. Maí 2019 og er nú verið að innleiða þessar snjallgangbrautir á fjórum stöðum í borginni: https://reykjavik.is/sites/default/files/skjol_borgarstjornarfundur/3_ti...