Bifreiðastæði fyrir hreyfihamlaða, á Bergstaðastræti, Skólavörðustíg og Frakkastíg, tillaga, USK2020060115
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 77
1. júlí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram svohljóðandi tillaga Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 24. júní 2020, ásamt fylgiskjölum:
Svar

Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki að eftirtalin bílastæði verði merkt sérstaklega fyrir hreyfihamlaða:•    Bergstaðastræti við Laugaveg 12•    Bergstaðastræti við hús nr. 5•    Skólavörðustígur við hús nr. 12•    Frakkastígur, við austari brún, móts við Laugaveg 44Bifreiðastæðin verði merkt með viðeigandi umferðarmerki og yfirborðsmerkingu í samræmi við reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að meirihlutinn í skipulags og samgönguráði  er að taka við sér og merkja nú handhöfum stæðiskorta sérstök stæði við göngugötur og eru þar með að fylgja lögum, þ.e. 10. grein nýrra umferðarlaga sem tók gildi 1. janúar 2020. Í 10. greininni er kveðið á um að handhafar stæðiskorta megi aka göngugötur og leggja í  þar til merkt stæði. Handhafar stæðiskorta hafa haft áhyggjur af þessu og óttast jafnframt að nýta þessa heimild m.a. vegna andstöðu meirihlutans við lagaheimildinni.  Það minnisblað sem skipulagsyfirvöld  sendu   til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins þar sem farið er fram á að fá þessu breytt liggur enn hjá Alþingi. Ekki eru miklar líkur á að þessu verði breytt enda hér um áralanga baráttu fatlaðs fólks að ræða sem loksins gekk í gegn.