Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi tillögu, sem varðar hús á lóð Vesturbæjarskóla
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 79
26. ágúst, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt er til að látið verði á það reyna hvort einhver aðili eða önnur sveitarfélög hafi áhuga á að fá hús sem stendur á lóð Vesturbæjarskóla án endurgjalds en taki á sig kostnað vegna flutnings. Þannig myndi varðveitast byggingarsögulegt gildi hússins og borgin komast hjá óþarfa kostnaði við niðurrif þess. 
Svar

Tillagan er felld með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Ekki er fallist á að byggingingarsögulegt gildi hússins varðveitist eftir að það er flutt enda verður húsið þá ekki lengur hluti af því samhengi sem skapar sögulegt gildi þess. Rýni á ástandi og burði hússins hefur leitt í ljós að verulegur fjárhagslegur kostnaður felst í að flytja það sé það nokkuð mögulegt. Húsið stendur í vegi fyrir mikilvægum úrbætum á skólalóð fyrir börn í Vesturbæjarskóla.