Fyrirspurn
Tillaga Flokks fólksins að fresta framkvæmdum við endurgerð Hegningarhússins við Skólavörðustíg þar til betur árar og nýta fjármagnið til að styrkja og auka grunnþjónustu, velferð og skólaþjónustu. Flokkur fólksins leggur til að endurgerð Hegningarhússins við Skólavörðustíg verði frestað og þær milljónir 342 sem verja á í verkið verði frekar nýtt til að auka og bæta við grunnþjónustu borgarbúa. Nú er ekki tíminn til að skera niður fjármagn í beina þjónustu við borgarbúa og til þess að hægt sé að sporna við niðurskurði er mikilvægt að forgangsraða í þágu fólksins fyrst og fremst. Hér er um framkvæmd sem vel má bíða betri tíma svo fremi sem Hegningarhúsið liggi ekki undir skemmdum. Not er fyrir bæði fjármagnið og verktaka í önnur brýnni verkefni. Húsið lítur vel út og er ekki umhverfinu til skammar. Það á sína sögu og verður mikilvægt að halda í hana og þegar betur árar, gera þá húsið upp. Það fjárfestingarátak sem nú er í gangi ætti að miðast að nauðsynlegum hlutum frekar en áhersla sé lögð á framkvæmdir sem eru engan vegin nauðsynlegar. Fjögur ár eru nú liðin síðan fangelsinu var lokað og hefur engin starfsemi verið þar síðan. Ekki skaðar að bíða í ein til tvö ár til viðbótar.