Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins úr borgarráði, um endurnýjun svæðis umhverfis Mjódd - USK2020070091
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 79
26. ágúst, 2020
Annað
Fyrirspurn
Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um endurnýjun svæðis umhverfis Mjódd. Vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs. R20070142 
Svar

Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins að skipulagsyfirvöld horfi til endurnýjunar á svæðinu umhverfis Mjódd og að það verði fært í nútímalegra horf sem henta hagsmunum borgarbúa í dag. Til dæmis með því að endurgera og snyrta þau grænu svæði sem þarna eru með það að leiðarljósi að laða að þeim fólk. Einnig að hlutast til um uppsetningu hjólastæða fyrir rafhjól og hefðbundin hjól, setja upp hleðslustöðvar fyrir bíla og koma því húsnæði sem er í eigu borgarinnar á svæðinu í notkun.