Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um gerð hraðahindrana í ólíkum aðstæðum, umsögn - USK2020080095
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 81
9. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð er fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um gerð hraðahindrana í ólíkum aðstæðum, sbr. 48. lið fundargerðar skipulags- og samgönguráðs 12. ágúst. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 3. september 2020.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Spurt var um hönnun hraðahindrana og reglum þeim tengdum. Sagt er að notuð er norska leiðin. Í Reykjavík eru hraðahindranir í nokkrum útgáfum, stundum þrenging,  stundum einstefna þar sem einn og einn bíll fer í gegn í einu. Bungur eru mismunandi. Ekkert  virðist vera staðlað. Ómögulegt er fyrir þann sem ekki þekkir götuna að vita hvað bíður, hvernig bunga bíður. Fulltrúi Flokks fólksins vill nefna að það er ekki nóg að setja  skilti sem á stendur hraðahindrun þegar þær eru síðan af mismunandi gerðum. Ekki er haldið utan um frávik. Af svari að dæma er óhætt að segja að verkefni sem snúa að hraðahindrunum hafa ekki verið nægjanlega vel unnin af umhverfis- og skipulagssviði. Það er ekki nóg að afrita einhverjar norskar eða danskar reglur ef því er að skipta og smella þeim inn hér í Reykvíska umferð án frekari útfærslu. Hvernig væri að skrifa íslenskar leiðbeiningar? Eins má spyrja af hverju er ekki hægt að nota blikkljós sem mæla hraða og vara við ef hraði er of mikill í stað hraðahindrana?