Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um gerð hraðahindrana í ólíkum aðstæðum, umsögn - USK2020080095
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 78
12. ágúst, 2020
Frestað
Fyrirspurn
Spurt er hvort leiðbeiningum sé ávallt fylgt og af hverju ekki séu til íslenskar leiðbeiningar/reglur? Við hönnun hraðahindrana í Reykjavík er erlendum leiðbeiningum fylgt, oftast norskum eða dönskum. Þar er lýst mismunandi gerðum og formi eftir aðstæðum. Sérstakar leiðbeiningar eru um útfærslu 30 km/klst „hliða“ í Reykjavík á þeim stöðum þar sem 30km/klst hverfi eru afmörkuð.Fulltrúi Flokks fólksins óskar að vita af hverju ekki eru til íslenskar leiðbeiningar eða reglur um gerð hraðahindrana í ólíkum aðstæðum sem taki mið af reynslu við notkun hraðahindrana hér á landi? Einnig er spurt hvort þessum norsku og dönsku leiðbeiningum hafi ávallt verið fylgt til hins ýtrasta? Ef ekki, í hvaða tilfellum var þeim ekki fylgt og hverjar voru ástæður þess að gerðar voru undantekningar?
Svar

Frestað.