Lögð fram umsögn
Strætó bs.
dags. 13. október 2020.
Bókanir og gagnbókanir
Flokkur fólksins
Fulltrúi Flokks fólksins spurði um stefnu Strætó hvað viðkemur lausagangi strætisvagna á biðtíma. Svarið við fyrirspurninni vekur nokkrar áhyggjur en í því kemur fram að það sé í raun í hendi bílstjórans, hans ákvörðun, hvort hann drepi á vélinni á biðtíma þ.e. í kyrrstöðu. Kjósi bílstjóri að drepa ekki á vélinni á biðtíma, þá hvað? Bílar í gangi menga mjög mikið. Vissulega er gott að vita að nýjustu vagnar Strætó eru umhverfisvænir raf- og metanvagnar. Oft er ekki drepið á vögnunum á biðtíma. Vagnar eru samkvæmt sjónarvottum oft í gangi t.d. á skiptistöðvum eins og Spöng og Mjódd og 5 mínútur í lausagangi er verulega langur tími. En gott er að vita að Strætó hefur stefnu m.a. sem kveður á um reglur í þessu sambandi en það þarf kannski að fylgja henni betur eftir, hreinlega að gera athuganir á þessu reglulega. Strætó hefur lagt í kostnað vegna breytinga á Euro 6 vögnum þannig að vél bílsins stöðvast sjálfkrafa eftir 5 mínútna lausagang. Þarf ekki að ganga lengra í slíkum aðgerðum? Strætó á því miður langt í land hvað varðar eldsneytissparnað og mengunarvarnir. Það er einnig nokkuð ljóst að það megi ná fram verulegum sparnaði í eldsneytisnotkun með betri og markvissari akstri