Áheyrnarfulltrúi Flokks fólkins leggur fram svohljóðandi tillögu, varðandi vatnsflæðisvandamál við Leirubakka í Breiðholti
Síðast Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 78
12. ágúst, 2020
Frestað
Fyrirspurn
Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgarstjórn samþykki að lagfæra vatnsflæðisvandamál við Leirubakka í Breiðholti. Í fjölda ára hefur verið kvartað yfir vatnsflæði sem kemur í leysingum (hláku). Það kemur úr holtinu ofan við Stöng. Stöng liggur frá Arnarbakka og upp að Breiðholtsbraut og er með hita til snjóbræðslu sem eykur enn vatnsflæðið. Vatnið rennur inn Leirubakkann og hefur í gegnum árin valdið tjóni á malbiki. Þegar frystir og þiðnar að þá veldur þetta vatn tjóni á malbikinu sem liggur inn Leirubakkann. Stundum rennur vatnið inn allan Leirubakkann og endar í niðurfalli innst sem hefur ekki undan og stíflast. Þegar frystir er erfitt að hreinsa frá niðurfallinu, sem lendir oft á íbúum að gera. Vandamál sem þessi eiga ekki að vera viðvarandi. Þetta er hægt að laga og hefði átt að laga um leið og vandinn kom í ljós. Lagt er til að niðurföllin neðan við Stöng í Arnarbakkanum verði lagfærð þannig að þau taki við vatninu sem kemur úr brekkunni og úr holtinu. Jafnframt er lagt til að Reykjavíkurborg lagfæri malbikið í Leirubakkanum. Íbúar eiga ekki að þurfa að laga skemmdir sem vatn hefur valdið sem kemur langt að vegna galla í hönnun niðurfalla við Stöng í Arnarbakka.
Svar

Frestað.