Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, varðandi rafmagns- og metan bíla, umsögn - USK2020080091
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 81
9. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð er fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sem varðar rafmagns- og metan bíla, sbr. 56. lið fundargerðar skipulags- og samgönguráðs 12. ágúst 2020. Einnig fylgir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 3. september 2020.
Svar

Vísað frá.Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Sjá má að Skrifstofa samgöngustjóra hefur leitað grannt eftir haldbærum rökum til að þurfa ekki að flokka rafmagnsbíla sem vistvænan ferðamáta. Það er vistvænum ferðamáta varla til framdráttar að telja bíla sem knúnir eru jarðefnaeldsneyti á sama plani og bíla sem ganga fyrir rafmagni eða metani. Jarðefnaeldsneyti er sannanlega mengandi, veldur gróðurhúsaáhrifum og kostar okkur sem þjóð umtalsveran gjaldeyri. Hvorki rafmagn né metan valda gróðurhúsaáhrifum. Rétt er að bílar taka meira pláss en reiðhjól. En stundum er bíll eini mögulegi fararmátinn. Rafmagnsbíll á naglalausum gúmmídekkjum mengar ekkert meira en rafmagnshjól. Það er því rangt að hvetja ekki til notkunar á bílum sem ekki menga umfram bíla sem menga. Meginatriðið er að rafbíll mengar ekki andrúmsloftið. Bílum mun fara fjölgandi enda borgin stækkandi með glæný hverfi t.d. í Úlfarsárdal, Grafarholt. Það er alveg sama hvað barið er hausnum í stein, bílum er ekki að fækka en  vonandi verður innan tíðar mest um raf- og metanbíla, tala nú ekki um ef SORPA finnur leiðir til að markaðssetja metan sem ekki hefur tekist hingað til.  Mest að sækja í umhverfismálum er að nýta metanið, ekkert nema plúsar, sparar gjaldeyrir og hvað eina. Þetta virðast skipulagsyfirvöld ekki vel sjá.
  • Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
    Metan er gróðurhúsalofttegund. Sjá: https://is.wikipedia.org/wiki/Gróðurhúsalofttegund