Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki að eftirfarandi götur verði vistgötur:
- Norðurstígur
- Nýlendugata, austan Ægisgötu
Ofangreind ráðstöfun verði merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við, í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt áorðnum breytingum.
Svar
Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur nú skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.
Bókanir og gagnbókanir
Flokkur fólksins
Skipulagsyfirvöld leggja til og hafa hafið framkvæmdir á að gera Norðurstíg og Nýlendugötu austan Ægisgötu að vistgötum sem þýðir að bílar eru aftast í forgangi. Hraði hjóla, hjólaskauta eða hjólabretta miðast við gönguhraða. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvaðan þessi hugmynd kemur og hvort þetta sé gert að ósk íbúa og vegfarenda eða er þetta einungis persónulegar ákvarðanir skipulagsfulltrúa? Hér er enn og aftur spurt um samráð við fólkið í borginni en ekki stafkrókur um slíkt er að finna í framlagningu gagna um málið sem er í formi tilkynningar fremur en tillögu enda eru framkvæmdir hafnar.