Fyrirspurn
Nú er verið að kynna nýtt hverfisskipulag fyrir Breiðholt. Í gangi er viðvera skipulagsyfirvalda sem hefur bæði verið í Mjódd og í Gerðubergi. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að: 1. Viðverudögum verði fjölgað og framhaldið í a.m.k. mánuð í viðbót eða eins lengi og þörf þykir og óskir eru um. 2. Að komið verði upp sérstökum ábendingarhnappi á vefsíðu Reykjavíkur þar sem hægt er að senda inn ábendingar um hverfisskipulagið. 3. Að auglýst verði sérstakt símanúmer sem hægt er að hringja í hafi viðkomandi ábendingu eða athugasemd við hverfisskipulagið. 4. Að beðið verði eftir að COVID aðstæður verði öruggari og þá verði haldnir íbúaráðsfundi í hverju hverfi og fyrir hverfið í heild. Í því COVID ástandi sem nú ríkir treysta sumir sér ekki út úr húsi af ótta við smit. Hér þarf að gæta að jafnræði og sjá til þess að aðstæður séu með þeim hætti að allir hafi jöfn tækifæri til að kynna sér hugmyndirnar og koma skoðunum sínum á framfæri með beinum hætti. 5. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að þeir sem standa vaktina í viðveru vegna hverfisskipulags Breiðholts verði einnig þeir aðilar sem eru höfundar hugmyndinna hvort sem það eru arkitektar eða aðrir skipulagsfrömuðir Reykjavíkur.