Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, varðandi bílastæðamál
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 80
2. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Tillaga Flokks fólksins að skipulagsyfirvöld taki alvarlega ábendingar fólks sem lúta að bílastæðamálum í hinu nýja hverfisskipulagi Breiðholts .Fulltrúi Flokks fólksins hefur orðið var við á m.a. á samfélagsmiðlum að það sem liggur hvað mest á fólki varðandi nýtt hverfisskipulag í Breiðholti er fyrirsjáanlegur skortur á bílastæðum. Flokkur fólksins leggur því til að skipulagsyfirvöld taki alvarlega ábendingar fólks sem lúta að bílastæðamálum í hinu nýja hverfisskipulagi Breiðholts. Víða er nú þegar skortur á bílastæðum. Horfast þarf einnig í augu við þá staðreynt að það rýrir sölugildi eignar ef ekki fylgir bílastæði. Ávallt verður einnig að muna að hreyfihamlaðir aka frekar bíl en hjóla. Sjálfsagt er að þétta byggð upp að vissu marki en þó ekki á kostnað bílastæða eða grænna svæða. Skipulagsyfirvöld ættu að hvetja til aksturs á vistvænum bílum svo sem raf- og metanbílum. Enda þótt  borgarlína sé fyrirhuguð í Mjódd mun það ekki breyta miklu um bílanotkun fólks sem áfram þarf að nota bíl til að koma börnum sínum í leik-, og grunnskóla sem og frístund. Einnig til að komast í vinnu og til að komast í borgarlínu hyggist það nota hana.  Enn liggur ekki fyrir hvernig bílastæðamálum verður háttað í kringum borgarlínustöðina í Mjódd. 
Svar

Tillögunni er vísað frá með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Allar tillögur og uppástungur verða teknar til skoðunar og þeim svarað. Hins vegar er ekki rétt að ráðið að taki afstöðu til einstaka hugmynda meðan hverfisskipulagið er enn í vinnslu.
  • Flokkur fólksins
    Tillaga Flokks fólksins  að skipulagsyfirvöld taki alvarlega ábendingar fólks sem lúta að bílastæðamálum í hinu nýja hverfisskipulagi Breiðholts hefur verið vísað frá. Það er miður. Hér er ekki verið að biðja um að ráðið taki afstöðu til einstakra hugmynda heldur frekar að skipulagsyfirvöld verði enn meðvitaðri um hvar áhyggjur fólks liggja einna helst. Bílatæðamálin liggja þungt á stórum hópi Breiðhyltinga. Nú þegar er skortur á bílastæðum víða í Breiðholti og eftir því sem best er séð þá leiðir þetta nýja hverfisskipulag til enn meiri vandræða í þessum efni. Þetta vita þeir sem staðið hafa vaktina í Gerðubergi og Mjódd. Spurning er hvort skipulagsyfirvöld munu taka á þessum ábendingum mark, gera eitthvað með þær, reyna að virða óskir hverfisbúa?