Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögur, varðandi nýtt hverfisskipulag í Breiðholti
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 80
2. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að eftirfarandi hugmyndir verði skoðaðar í tengslum við nýtt hverfisskipulag í Breiðholti: 1. Að skoða möguleikann á því að fá  fleiri skóla í hverfið t.d. Listaháskólann fluttan í Breiðholtið í stað þess að hrúga öllum háskólum á sama blettinn í Vatnsmýrinni. 2. Að skoða nánar hugmyndir um skrúð- eða lystigarði í efra Breiðholti. 3. Að skoða flutning opinberra stofnana í hverfið. 
Svar

Tillögunni er vísað frá með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Hverfisskipulagið er í vinnslu. Það væri óeðlilegt ef ráðið myndi á þessu stigi málsins taka upp nokkrar hugmyndir sem fram hafa komið í samráðsferlinu og hampað sem sínum. Tillögunni er vísað frá.
  • Flokkur fólksins
    Tillögu Flokks fólksins um að skoðað ákveðnar nýjungar í Breiðholti hefur verið vísað frá. Lagt var til að skoða möguleikann á því að fá  fleiri skóla í hverfið t.d. Listaháskólann fluttan í Breiðholtið í stað þess að hrúga öllum háskólum á sama blettinn í Vatnsmýrinni; að  skoða nánar hugmyndir um skrúð- eða lystigarði í efra Breiðholti og skoða flutning opinberra stofnana í hverfið. Fulltrúi Flokks fólksins er hissa á þessum viðbrögðum skipulagsyfirvalda. Er ekki verið að biðja um ábendingar og tillögur? Síðan þegar fulltrúi Flokks fólksins og íbúi í Breiðholti kemur með þær er þeim hafnað! Hér eru tillögur sem vert er að skoða. Það er sjálfsagt að dreifa bæði skólum og fyrirtækjum um borgina til að létta á álagi á ákveðnum stöðum ekki síst í umferðinni.