Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögur, varðandi nýtt hverfisskipulag í Breiðholti
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 79
26. ágúst, 2020
Frestað
Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að eftirfarandi hugmyndir verði skoðaðar í tengslum við nýtt hverfisskipulag í Breiðholti: 1. Að skoða möguleikann á því að fá fleiri skóla í hverfið t.d. Listaháskólann fluttan í Breiðholtið í stað þess að hrúga öllum háskólum á sama blettinn í Vatnsmýrinni. 2. Að skoða nánar hugmyndir um skrúð- eða lystigarði í efra Breiðholti. 3. Að skoða flutning opinberra stofnana í hverfið. 
Svar

Frestað.