Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, varðandi nýtt hverfisskipulag Breiðholts, umsögn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 82
23. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu skipulagfulltrúa, dags. 11. september 2020.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins bað um upplýsingar um aðsókn á viðverufundina og fjölda þeirra sem fóru í göngutúra um hverfið í tengslum við kynningu nýs hverfisskipulags Breiðholts. Einnig var óskað upplýsinga um fjölda ábendinga sem hafa borist og að þær verði flokkaðar eftir innihaldi og aldursdreifingu gesta. Í svari koma fram skráningar en ekki náðist að skrá alveg alla sem komu í viðveru. Hlaupa þessar tölur á einhverjum hundruðum en ef allt er talið nær fjöldi kannski að vera um þúsund manns. Í Breiðholti búa yfir 20. þúsund manns. Segja má að þessi viðvera hafi því skilað kynningu/ upplýsingum til lítils brots af íbúum. Hér er um að ræða gríðarlegar breytingar sem gera á í Breiðholti, sumar sannarlega tímabærar en aðrar afar umdeildar og róttækar. Þá ber helst að nefna að fólk sem notar einkabíl mun eiga erfitt um vik að búa í Breiðholti þar sem fjölga á íbúðum um 3000 en ekki bílastæðum í neinu samræmi við það heldur byggja íbúðir á fyrirliggjandi bílastæðum. Það er mat Flokks fólksins að fara þarf hægt hér svo sömu mistökin sem urðu á Laugavegi verði ekki endurtekin. Halda þarf íbúafundi. En það er ekki hægt um þessar mundir. Spurt var um aldursdreifingu þeirra sem mættu til kynningar en ekki er til skráning um það.