Það hefur nokkuð borið á því að fólk er ekki að ná sambandi við skipulagsyfirvöld Reykjavíkurborg þegar það vill koma áleiðis sem dæmi ábendingum, er með fyrirspurnir eða önnur erindi. Þá hefur borið á því stundum að hver vísar á annan, skeytum ekki svarað fyrr en seint um síðir og enn síður nær fólk í gegn með símtali. Skipulagskerfi borgarinnar er orðið nokkuð stórt bákn og virkar stundum eins og hægri höndin viti ekki hvað sú vinstri gerir. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort ekki standi til að gera á þessu bragarbót?