Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 2. október 2020.
Bókanir og gagnbókanir
Flokkur fólksins
Vistgötur eru stórfínar ef fólkið við götuna er sammála breytingunni. Eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins skilur fyrirkomulagið þá er þetta alfarið ákvörðun örfárra sem starfa á skipulagssviði. Afar erfitt er að sjá að einhver öryggissjónarmið liggja að baki alla vega í sumum tilfella þar sem breytt er yfir í vistgötu. Það er mjög auðvelt að útskýra alla mögulega hluti út frá öryggissjónarmiði og nota skipulagsyfirvöld það óspart. Vel kann að vera að mikil sátt ríki um Norðurstíginn og þar hafi öryggissjónarmið legið sterklega til grundvallar. Samkvæmt svari þá er fyrirkomulagið þannig að ef breyta á götu í vistgötu er íbúum einungis send tilkynning um fyrirhugaðar framkvæmdir. Þeim er aldrei boðið upp á neitt samtal hvað þá samráð eða er yfir höfuð eitthvað hlustað á sjónarmið íbúanna? Ef marka má svarið þá er það bara tilkynningarformið sem gildir, að svona skuli þetta vera.