Lagt fram níu mánaða uppgjör í aðal- og eignasjóði umhverfis- og skipulagssviðs 2021.
Bókanir og gagnbókanir
Flokkur fólksins
Umhverfis- og skipulagssvið 9 mánaða uppgjör lagt fram. Það sem fulltrúi Flokks fólksins finnst eftirtektarvert er „leiga gatna“. Fulltrúi Flokks fólksins veltir vöngum yfir hvers vegna sá rekstrarliður hefur farið nokkur hundruð milljónir fram úr áætlun? (Tilvitnun: Leiga gatna var 396 m.kr. umfram fjárheimildir, einkum vegna verðbótaþáttar leigunnar.) Verðbótaþátturinn skýrir þetta alls ekki út. Umframkeyrslan á liðnum í heild sinni er yfir 11%. Á ekki að reikna verðbótaþáttinn inn í fjárhagsáætlun? Er það ekki gert? Verðbótaþátturinn á ekki að koma neinum á óvart. Verðbólgan á árinu er 3-4%. Það sést ekki hvað grunnfjárhæð fyrir „leigu gatna“ er hár liður og því ekki hægt að reikna út hvað umframkeyrsla upp á 396 milljónir króna er hátt hlutfall af grunnfjárhæðinni.