Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup yfir 1 m.kr.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 90
2. desember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagðar fram innkaupaskýrslur umhverfis- og skipulagssviðs frá janúar til september 2020 fyrir aðalsjóð og eignasjóð á kaupum sem fara yfir milljón.
Gestir
Hreinn Ólafsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins óar við öllum þessum innkaupum Umhverfis- og skipulagssviðs sem birt eru í yfirlit í ljósi þess að á sviðinu starfa ótal sérfræðingar. Nýlega var verið að ráða enn fleiri sérfræðinga. Samt sem áður eru nánast flest verkefni keypt út í bæ. Milljarðar streyma úr borgarsjóði í aðkeypta sérfræðivinnu sem skipulagsyfirvöld kaupa af sjálfstætt starfandi fyrirtækjum. Fulltrúi Flokks fólksins mun leggja fram spurningar um hvernig samskiptum umhverfis- og skipulagssviðs er háttað við verkfræði-arkitektastofur.