Kynntar mögulegar útfærslur gatnamóta Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar sem nú eru til skoðunar.
Svar
Kynnt.
Gestir
Bryndís Friðriksdóttir og Erna Bára Hreinsdóttir frá Vegagerðinni og Berglind Hallgrímsdóttir frá Eflu taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
Arnarnesvegur er hluti af Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, tímamótasamkomulagi sem tryggir uppbyggingu fjölbreyttra ferðamáta. Útfærsla Arnarnesvegar og gatnamóta hans við Breiðholtsbraut þarf að tryggja öruggar og greiðar leiðir fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur en stofnleið hjólastíga fyrir höfuðborgarsvæðið liggur einnig eftir veginum. Mikilvægt er að útfærslan bæti hljóðvist bæði við Elliðaárdalinn og Vatnsendahæð. Huga þarf sérstaklega að mótvægisaðgerðum líkt og gróðursetningu til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og útvistarmöguleika íbúa. Mikilvægt er að lagning vegarins skerði ekki framtíðarþróun Vetrargarðsins í Breiðholti.
Flokkur fólksins
Kynntar eru 3 lausnir en fulltrúar hafa ekki séð kynninguna, lausnir sem allar kljúfa vesturhlíð Vatnsendahvarfs og eyðileggja þar með verðmætt útivistarsvæði sem og breyta algjörlega ásýnd og notagildi hæðarinnar til frambúðar. Fyrirhugaður Arnarnesvegur frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut sem er á samgönguáætlun fyrir 2021 er óafturkræft skipulags- og umhverfisslys, verði lending í málinu með þeim hætti. Hvergi er minnst á veginn í nýju hverfisskipulagi fyrir Breiðholt, en hann mun kom til með að þrengja verulega að fyrirhuguðum Vetrargarði og eyðileggja eitt dýrmætasta græna útivistar- og útsýnissvæði borgarinnar. Arnarnesvegur er úrelt kosningaloforð Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Það er auðveldlega hægt að finna betri lausnir fyrir umferð inn í Kópavog sem kosta ekki svona gríðarlegar fjárhæðir og valda ekki svona miklu umhverfislegu tjóni. Hvað varð um áherslurnar á að vernda grænu svæðin og minnka losun gróðurhúsalofttegunda? Fyrirhugaður Arnarnesvegur frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut sem á að vera lagður að árið 2021 mun skera hæðina í tvennt og Vegaframkvæmdin byggir á nær 18 ára gömlu umhverfismati sem fjölmargir þ.m.t. Vinir Vatnsendahvarfs telja alvarleg skipulagsmistök. Á þessu svæði er eitt fallegasta útsýni yfir Reykjavík. Ef einhvers staðar, ætti þarna að vera útsýnispallur til að borgarbúar getið notið yfirsýnar yfir Reykjavík.
Sósíalisti
Áheyrnarfulltrúi Sósíalista er með öllu mótfallinn umferðarlausnum sem ganga á Elliðaárdalinn. Við skulum ekki fórna umhverfinu fyrir einkabílinn.