Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um væntanlega legu Sundabrautar, umsögn - USK2020090050
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 81
9. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins óskar að fá upplýsingar um væntanlega legu Sundabrautar og hvenær verði lokið við að skipuleggja legu hennar með þeirri nákvæmni að unnt verði að styðjast við það skipulag þegar fjallað er um næstu verklegar framkvæmdir með fram Sundum. Ekki er spurt um hver beri ábyrgð á framkvæmdinni enda veit fulltrúi Flokks fólksins að það er Vegagerðin. Lega Sundabrautar er skipulagsmál og er því í höndum skipulagsyfirvalda borgarinnar að ákveða. Til að geta lagt mat á galla og kosti einstakra skipulagshugmynda þarf nákvæm lega Sundabrautar að liggja fyrir allt frá Sundahöfn að Kjalarnesi þannig að verklegar framkvæmdir á svæðinu taki mið af því. Lega brautarinnar og áhrif hennar á svæðið er enn ekki nægilega skýr. Drífa þarf í að fá legu Sundabrautar á hreint. 
Svar

Vísað til umsagnar Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.