Tillaga fulltrúa Flokks fólksins, um notkun hraðavaraskilta, umsögn - USK2020090051
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 83
7. október, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 2. október 2020.
Svar

Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Reykjavíkurborg metur nú þegar hvers konar hraðatakmarkandi aðgerðir henta á hverjum stað og eru hraðavaraskilti ein af þeim aðgerðum. Tillögunni er því vísað frá.
  • Flokkur fólksins
    Flokkur fólksins lagði til að skoðað verði hvar hentar betur blikkljós og radarskilti sem mæla hraða og vara við ef hraði er mikill í stað hraðahindrunar. Tillögunni er vísað frá. Í svari er vísað í skýrslu frá 2006 sem er úrelt enda þessi tækni þá ekki komin að neinu marki. Í svari kemur fram að minnst sé tekið mark á blikkljósum. Reyndar eru ekki mörg blikkljós og radarskilti í Reykjavík og ekki vitað um að könnun hafi verið gerð á hversu mikið er tekið mark á þeim. Notkun þeirra hefur aukist mjög í löndunum í kringum okkur frá 2006 með góðum árangri, ásamt því að nágranasveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið þessa tækni í notkun. Ef valið er frekar hraðahindranir en leiðbeinandi hraðahindranaskilti þá þarf að koma á betra skipulagi. Setja þarf upp staðla fyrir hindranir. Uppsetning hraðahindrana er tilviljanakennd. Þegar ekið er eftir 50 km götu þá getur hún verið krappari heldur en á 30 km götu. Hafa ber í huga það tjón sem rangar og ómarkvissar hraðahindranir í götum hafa á ökutæki, þar sem hönnun bíla hefur breyst mjög á undanförnum árum. Þá er tjón á vögnum Strætó, snjóruðningstækjum og öðrum þjónustubílum borgarinnar verulegt vegna þessa eins og fram hefur komið.