Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu,
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 82
23. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins leggur jafnframt til að umhverfis- og skipulagssvið búi til íslenskar leiðbeiningar um hraðahindranir og blikkljós sem henta Reykvískri umferð í stað þess að nota norskar eða danskar reglur án mikillar skoðunar hvort þær henti hér í borg. Þessi mál eru í nokkrum ólestri nú. Í Reykjavík eru hraðahindranir stundum þrenging, stundum einstefna þar sem einn og einn bíll fer í gegn í einu. Bungur eru mismunandi. Ómögulegt er fyrir þann sem ekki þekkir götuna að vita hvað bíður, hvernig bunga bíður. Fulltrúi Flokks fólksins vill nefna að það er ekki nóg að setja skilti sem á stendur hraðahindrun þegar þær eru síðan af mismunandi gerðum. Ekki er haldið utan um frávik. Af svari að dæma er óhætt að segja að verkefni sem snúa að hraðahindrunum hafa ekki verið nægjanlega vel unnin af umhverfissviðinu, bretta þarf upp ermar hér.
Svar

Tillagan er felld með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Samkvæmt svörum frá Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar er stuðst við Håndbok V128 Fartsdempende Tiltak, við gerð hraðahindrana og hafa norrænar leiðbeiningar og staðlar um hraðahindranir reynst vel við íslenskar aðstæður.
  • Flokkur fólksins
    Tillögunni hefur verið hafnað sem er sérstakt. Rökin eru aðeins þau að við gerð hraðahindrana hafa norrænar leiðbeiningar og staðlar um hraðahindranir reynst vel við íslenskar aðstæður. Fulltrúi Flokks fólksins er að leggja til að gerðar verði íslenskar leiðbeiningar en ekki sé verið að taka „allt“ upp eftir Norðmönnum. Það virðist gleymast stundum að Reykjavík er ekki Osló. Sjálfsagt er að stunda nám í erlendum borgum, sjá hvernig þær haga sínum málum og koma heim til starfa með vissa þekkingu og grunn. Enn það er ekki hægt að flytja allar aðferðir/reglur og leiðbeiningar frá Noregi eða Danmörku og smella því inn í Reykvískar aðstæður. Hraðahindranir eru í of mörgum útfærslum hér og merkingar ábótavant. Það væri til bóta að merkingar um hraðahindrum sýni það sem framundan er, einstefna.. hvernig bunga o.s.frv. Mikilvægt er að halda utan um frávik, öðruvísi er erfitt að læra af reynslu. Allt sem er óreiðukennt skilar oftast litlum eða slökum árangri og skapar fólki erfiðleika.