Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurnir,
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 82
23. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Áformað er að leggja Arnarnesveg vestan í Vatnsendahvarfi, sem yrði 1.3 km. langur þjóðvegur í þéttbýli. Hann er á samgönguáætlun 2021, í samræmi við umhverfismat frá 2003, en síðan hafa forsendurnar breyst mikið. Hér áður fyrr var þessi vegur nefndur Ofanbyggðarvegur á skipulagsuppdráttum. Fyrri liður: Hver er afstaða Skipulags- og samgönguráðs og Reykjavíkurborgar til lagningar Arnarnesvegar í Vatnsendahvarfi með mislægum gatnamótum við Breiðholtsbraut í nábýli við fyrirhugaðan Vetrargarð skv. nýju hverfisskipulagi í Breiðholti, með fyrirsjáanlegum landspjöllum á verðmætu útivistarsvæði? Seinni liður: Telur Reykjavíkurborg lagningu Arnarnesvegar í Vatnsendahvarfi, á mörkum Reykjavíkur og Kópavogs, forgangsverkefni í vegagerð á höfuðborgarsvæðinu miðað við t.d. Sundabraut og Vesturlandsveg á Kjalarnesi?
Svar

Fyrirspurnunum er vísað frá.

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Ekki er hægt að beina fyrirspurnum til fagráða.
  • Flokkur fólksins
    Fyrirspurnum hefur verið vísað frá. Í bókun segir meirihlutinn að ekki sé hægt að beina fyrirspurnum til fagráða. Hvað er átt við? Lagðar eru fram fjöldi fyrirspurna í hverri viku til allra fagráða borgarinnar. Það er skylda stjórnvalds að svara fyrirspurnum sem kjörinn fulltrúi sendir inn með formlegum hætti. Fyrirspurnir þessar koma frá breiðum hópi sem óttast mjög að hinn græni meirihluti skipulags- og samgöngusviðs ætlar að láta nágrannasveitarfélagið Kópavog þrýsta sér út í að gera stórmistök, skipulagsslys sem eyðilegging Vatnsendahvarfs er þegar sprengja á hraðbraut þvert yfir hæðina. Borgarbúar eiga rétt á svörum. Spurt var: hver er pólitísk afstaða Skipulags- og samgönguráðs og Reykjavíkurborgar til lagningar Arnarnesvegar í Vatnsendahvarfi með mislægum gatnamótum við Breiðholtsbraut í nábýli við fyrirhugaðan Vetrargarð skv. nýju hverfisskipulagi í Breiðholti, með fyrirsjáanlegum landspjöllum á verðmætu útivistarsvæði? Telur Reykjavíkurborg lagningu Arnarnesvegar í Vatnsendahvarfi, á mörkum Reykjavíkur og Kópavogs, forgangsverkefni í vegagerð á höfuðborgarsvæðinu miðað við t.d. Sundabraut og Vesturlandsveg á Kjalarnesi? Fyrirspurnirnar verða aftur senda inn með formlegum hætti og þess er krafist að svör berist