Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að endurskoðun fari fram á þeim áformum Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar og Vegagerðarinnar að leggja Arnarnesveg vestan í Vatnsendahvarfi sem er 1.3 km langur þjóðvegur í þéttbýli á milli Rjúpnavegar í Kópavogi og Breiðholtsbrautar í Reykjavík. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að fyrirhugaður Arnarnesvegur verði ekki lagður í Vatnsendahvarfi og að nýtt umhverfismat verði gert fyrir vestanvert Vatnsendahvarf.