Aukin gjaldskylda á bílastæðum á lóð Landspítalans í Fossvogi, tillaga - BSS20030001
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 82
23. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 17. september 2020, ásamt fylgiskjölum:
Svar

Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki eftirfarandi: Að almenn bílastæði austan við Landspítalann í Fossvogi, sem sýnd eru á meðfylgjandi korti, verði gerð gjaldskyld og að svæðið verði skilgreint sem gjaldsvæði 4 með gjaldskyldutíma virka daga frá kl. 8-16.

Komur og brottfarir
  • - Kl. 09:37 tekur Hjálmar Sveinsson sæti á fundinum
Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Samþykkt er að bílastæði austan megin við Landspítalann í Fossvogi verði gerð gjaldskyld í samræmi við ósk Landspítalans. Ástæða er til að hrósa Landspítalanum og starfsfólki hans fyrir að hafa verið til fyrirmyndar hvað varðar breyttar ferðavenjur undanfarinn áratug.
  • Flokkur fólksins
    Skipulagsyfirvöld leggja til, að beiðni Landspítala, að fjölga gjaldskyldum bílastæðum vegna aukins álags á spítalann. Það eru sérkennileg rök að tengja aukið álag við mikilvægi þess að fjölga gjaldskyldum bílastæðum. Er það gert til að draga úr álagi, fæla fólk frá því að koma þegar það þarf af nauðsyn að leita aðstoðar á sjúkrastofnun? Fólk leitar ekki á spítala af gamni sínu og álagið er vegna þess að margir þurfa þjónustu af brýnni nauðsyn. Aðgengi og aðkoma að Landspítala er erfið starfsfólki og sjúklingum bæði við Hringbraut og Fossvog. Í þessu sambandi er vert að minnast á tillögu Flokks fólksins frá 5.3 2019 er varðar bílastæði í kringum Landspítala fyrir þá sem heimsækja spítalann. Það eru ófá dæmin þar sem fólk lendir í stökustu vandræðum með að finna stæði þar í kring. Ekki er ástandið betra við Fossvog. Verst er þegar fólk er kallað til í neyðartilvikum og getur hvergi fundið bílnum sínum stæði. Lagt var til í þessari tillögu Flokks fólksins að innleiða bifreiðastæðaklukkur í ákveðin stæði næst inngangi bráðamóttöku og fæðingardeildar. Hugmyndin var að borgin myndi leita eftir samstarfi við Landspítalann um innleiðingu bifreiðastæðaklukku í ákveðin stæði næst inngangi fyrir þá sem þurfa að leggja bíl sínum í skyndi vegna neyðartilfellis.