Sérmerkt bílastæði fyrir sendiráð Kanada á Íslandi, tillaga - USK2020090068
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 82
23. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 16. september 2020, ásamt fylgiskjölum:
Svar

Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki meðfylgjandi umsókn sendiráðs Kanada á Íslandi, dags. 8. september 2020, um úthlutun tveggja sérmerktra bílastæða í borgarlandi og að þau bílastæði sem nú eru merkt sendiráði Kanada við Kirkjugarðsstíg, verði að almennum bílastæðum.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort það sé ekki barn síns tíma að sendiherra þjóðríkis fái sérmerkt bílastæði í borgarlandi? Reyndar er hér verið að úthluta stæði vegna flutnings. Nýlega var lögð til breyting á reglum um úthlutun slíkra bílastæða af hálfu samgöngustjóra Reykjavíkur. Sú breyting var lögð til frá gildandi reglum, að felld verði á brott heimild sendiráða til að óska eftir fleiri en tveimur sérmerktum bílastæðum í borgarlandi. Auk þess mætti ekki úthluta bílastæðum innan miðborgarinnar. Ekki er betur séð en hér sé verið að úthluta stæði innan miðborgar. https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/uthlutun_se.... Spyrja má hvort ekki sé orðið tímabært að endurskoða samninga í þessu sambandi?