Ný gjaldskrá vegna stöðvunarbrota í Reykjavík, tillaga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 83
7. október, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram svohljóðandi tillaga Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 2. október 2020, ásamt fylgiskjölum:
Svar

Samgöngustjóri leggur til að skipulags- og samgönguráð samþykki með tilvísun í 4. mgr. 109. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 eftirfarandi: Aukastöðugjald vegna brota á reglum um notkun stöðureita, sbr. 2. mgr. 86. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. f-lið 1. mgr. 109. gr. sömu laga, skal vera 4.500 kr. Veittur er 1.100 kr. afsláttur ef greitt er í bankastofnun eða heimabanka innan þriggja virkra daga frá álagningu gjaldsins. Stöðvunarbrotagjald vegna annarra stöðvunarbrota, sbr. a-e lið 1. mgr. 109. gr. umferðar-laga nr. 77/2019, að undanskildum a-lið 2. mgr. 29. gr. sömu laga, sbr. b-lið 1. mgr. 109. gr. sömu laga, skal vera 10.000 kr. Veittur er 1.100 kr. afsláttur ef greitt er í bankastofnun eða heimabanka innan þriggja virkra daga frá álagningu gjaldsins. Stöðvunarbrotagjald vegna a-liðar 2. mgr. 29. gr. laganna, sbr. b-lið 1. mgr. 109. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 (bílastæði fatlaðra) skal vera 20.000 kr. Veittur er 1.100 kr. afsláttur ef greitt er í bankastofnun eða heimabanka innan þriggja virkra daga frá álagningu gjaldsins. Frestur til að andmæla stöðvunarbrotagjöldum er 28 dagar frá dagsetningu álagningar. Séu gjöldin greidd innan 14 daga frá álagningu gilda ofangreindar fjárhæðir, en hækka eftir það um 50%, sbr. 5. mgr. 109. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Sé gjald enn ógreitt þegar 28 dagar eru liðnir frá álagningu, hækkar það um 100% frá upphaflegu gjaldi, án tillits til staðgreiðsluafsláttar og undangenginnar 50% hækkunar eftir 14 daga, sbr. 6. mgr. 109. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Lögð er fram tillaga að nýrri gjaldskrá vegna stöðvunarbrota í Reykjavík. Hækka á sektir umtalsvert. Fulltrúa Flokks fólksins finnst að vel mætti skoða að gefa ríflegri afslætti ef sektin er greidd t.d. innan sólarhrings. Þá mætti lækka sektina um helming. Með því er verið að hvetja þá sem fá sekt að ganga strax í málið og greiða hana. Sjálfsagt er að gefa þeim sem brjóta umferðarlög kost á að lækka upphæð sektarinnar með þessum hætti.
  • Fulltrúar Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
    Rangt er að verið sé að hækka sektir.