Fyrirspurn
Fyrirhugað er að leggja Arnarnesveg og skal hann liggja þvert yfir Vatnsendahvarfið og kljúfa Vatnsendahæðina í tvennt. Þetta mun leiða til stórfelldrar eyðileggingar á náttúru og fallegs útsýnisstaðar þar sem byggja á Vetrargarð? Hvernig samræmist það grænum sjónarmiðum skipulagsyfirvalda að ætla að sprengja fyrir hraðbraut ofan í fyrirhugaðan Vetrargarð þvert yfir grænt svæði með fjölbreyttri náttúru?