Fyrirspurn áheyrnafulltrúi Flokks fólksins, er varðar lagfæringar á samgöngum í Norðanverðum Grafarvogi
Síðast Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 83
7. október, 2020
Frestað
Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins vill spyrja hvernig gengur með lagfæringar á samgöngum í Norðanverðum Grafarvogi í tengslum við flutning skólahalds. Foreldrum var lofað þegar Korpuskóla var lokað að öryggi barna þeirra yrði að fullu tryggt. Það loforð hefur ekki verið efnt. Enn er vandamál með aðstæður við biðstöðina við Brúnastaði. Þarna er stærsti hópurinn á hverjum degi að bíða í einum hnapp. Börn á aldrinum 6-10 ára. Fulltrúi Flokks fólksins vill minna á þetta enn og aftur og það áður en að slys verður. Eftir því sem upplýsingar berast er ekki verið að hægja á umferð á þessum stað, fyrir utan hvað skýlið stendur nærri götunni. Umferðin og hraðinn þarna er stórhættulegur og vekur furðu að ekki sé búið að ganga í betrumbætur.
Svar

Frestað.