Fyrirspurn
Lagt er til að Reykjavíkurborg komi upp sýnilegum hleðslustöðvum fyrir rafhjól. Margir nýta sér nú rafhjól til þess að komast leiða sinna og eru ekki með batterí í hjólinu sem dugar fyrir öllum ferðum dagsins. Það er því mikilvægt að tryggja aðgengi að hleðslustöðvum fyrir þau sem kjósa sér þennan samgöngumáta. Æskilegt væri að slíkt væri í nálægð við samgöngumiðstöðvar og verslunarkjarna og þar sem hægt er að bíða á meðan að batteríið á hjólinu er að hlaðast, fólki að kostnaðarlausu.