Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um innleiðingu LEAN aðferðarfræðinnar, umsögn - USK2020100075
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 91
16. desember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. nóvember 2020.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins spurði um kostnað við innleiðingu LEAN aðferðarfræðinnar og hvar innleiðingin er stödd?  Í svari kemur fram að  LEAN hefur ekki verið innleitt formlega hjá borginni í heild og ekki hefur verið tekin ákvörðun um slíkt en að verið sé að vinna í því að innleiða LEAN á nokkrum starfsstöðvum. Kostnaður við verkefnið árin 2019 og 2020 var 3,8 m.kr. Áætlaður kostnaður fyrir næstu skref gæti orðið um 2-3 m.kr. Mikilvægt er að innleiða ekkert af þessu tagi nema það sé fullvíst að það muni nýtast, passi á þá starfsstöð sem um ræðir. Allt of oft er stokkið á innleiðingu á einhverjum nýjungum, tískufyrirbrigðum jafnvel án þess að skoða hvort nálgunin/aðferðarfræðin henti stofnuninni/deildinni. Aðgerðir/aðferðarfræði sem ekki skapa virði, heldur jafnvel frekar aukið flækjustig eru skilgreind sem sóun og bruðl. LEAN getur verið sóun og bruðl ef það er innleitt þar sem það passar ekki og skilar ekki tilætluðum árangri. En þá er oft búið að kosta miklu til og ekki síst eyða háum fjárhæðum í innleiðinguna og sóa tíma starfsmanna.