Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu,
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 86
21. október, 2020
Annað
Fyrirspurn
Tillaga um að embætti skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa heyri undir Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að breytingar verði gerðar á skipuriti Umhverfis- og skipulagssviðs þannig að embætti skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa heyri undir Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. Breytingin mun leiða til betra skipulags og hagræðingar. Eins og fyrirkomulagið er í dag eru þessar þrjár skrifstofur allar samhliða í skipuriti. Ljóst er að Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar er mikilvægasta skrifstofan og undir hana ættu embætti skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa að heyra. Sumir embættistitlar eru lögbundnir en aðrir tilbúnir af borginni. Hægt er að hagræða og spara með því að fækka yfirmönnum og þar með einfalda kerfið, minnka flækjustig. Líklegt er að með þessari breytingu verði þjónusta við borgarbúa skilvirkari. Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar hefur undir höndum samgönguskipulag, framfylgir stefnumörkun, borgarhönnun, samgöngum og breytingum á samgöngumannvirkjum með öllu tilheyrandi.
Svar

Tillagan er felld.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að breytingar verði gerðar á skipuriti Umhverfis- og skipulagssviðs í hagræðingarskyni. Tillagan hefur verið felld. Skoða mætti að mati fulltrúa Flokks fólksins að setja embætti skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa undir Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. Ekki er verið að tala um að leggja embættin niður enda lögbundin. Breytingin mun leiða til betra skipulags og hagræðingar. Með einfaldara skipulagi minnkar flækjustig og þjónusta verður betri. Nauðsynlegt er að einfalda kerfið sem mest ekki bara á þessu sviði heldur fleirum. Báknið í borginni hefur þanist út síðustu 20 ár. Nýlega kom svar um hvað margir stjórnendur eru í borgarkerfinu. Skrifstofustjórar eru sem dæmi 35 talsins.