Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks, um greiðslur í gegnum app EasyPark sem áður var Leggja.is, svar - USK2020110008, R20100407
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 90
2. desember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram svar Bílastæðasjóðs, dags. 27. nóvember 2020.
Bókanir og gagnbókanir
  • Sósíalistaflokkur
    Að mati áheyrnarfulltrúa sósíalista er í raun fáránlegt að borgin sjálf sjái ekki sjálf um innheimtu gjalda fyrir bílastæði heldur hleypi utanaðkomandi fyrirtæki inn sem græðir á innviðum borgarinnar.
  • Flokkur fólksins
    Það er talsvert áfall að heyra að bíleigendur sem nota EasyPark eru að greiða bæði bílastæðasjóði og EasyPark gjöld/þóknun. Segir i svari við fyrirspurn að EasyPark keypti Leggja.is árið 2019. Greiðslur fyrir stæði sem greiddar eru með greiðslulausninni renna óskertar til Bílastæðasjóðs. EasyPark leggur aukalega á þóknun fyrir hverja notkun og rennur sú þóknun til þeirra. Fulltrúa Flokks fólksins finnst þetta vond tíðindi og veltir fyrir sér hvort bíleigendur sem leggja bíl sínum séu meðvitaðir um að þeir eru að greiða gjöld til beggja aðila. Seilst er ansi langt að mati fulltrúa Flokks fólksins í að hafa fé af þeim sem koma á bíl sínum á gjaldskylt svæði í Reykjavík