Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 11. janúar 2021.
Svar
Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Bókanir og gagnbókanir
Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
Sviðið vinnur þegar með aðilunum að því að stuðla að góðri umgengni í kringum tækin. Ákvæði um þetta er að finna í samningum við leigurnar og margar vinna að þessu t.d. með því að láta notendur taka myndir þegar þeir skila þeim. Samstarfið gengur vel og er ekki talin þörf á að gera breytingar á því.
Flokkur fólksins
Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að skipulagssvið borgarinnar útfærði leiðir/umgengnisreglur í samráði við rafskutlaleigur til að fá leigjendur til að ganga frá hjólum þar sem þau skapa ekki hættu. Tillögunni er vísað frá og segir að ákvæði um þetta sé að finna í samningum við leigurnar. Fulltrúi Flokks fólksins telur að breyta þurfi reglum á þann hátt að skýrt verði hvar megi setja rafskutlur eftir notkun. Bæta þarf einnig innviðina. Víða vantar standa t.d. fyrir utan verslunarmiðstöðvar og skóla. Með bættum innviðum má ætla að umgengni verði betri. Tillagan á því fullt erindi og hefði átt að vera samþykkt. Málið á sér margar hliðar, hjólum fer fjölgandi og líklegt að fleiri verði skilin eftir á víðavangi. Hér þarf að sýna fyrirhyggju. Fulltrúi Flokks fólksins er sammála því að gott samstarf við leigurnar er afar mikilvægt.