Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins,um heildarendurskoðun skipulags í Mjódd, umsögn
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 89
18. nóvember, 2020
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki að farið verði í heildarendurskoðun skipulags í Mjódd. Umhverfis- og skipulagssviði verði falið að vinna drög að nýju skipulagi sem taki mið af bættri nýtingu lóða á þessu mikilvæga miðsvæði á höfuðborgarsvæðinu. Í vinnu að bættu skipulagi gefst tækifæri til að vinna að heildarskipulagi og góðum samgöngum á svæðinu ásamt því að efla þennan þjónustukjarna og styrkja þannig Breiðholtið til mikilla muna. Verkefnið verði unnið í samráði við núverandi lóðarhafa og rekstraraðila á skipulagsvæðinu. Stefnt er að því að drög að nýju skipulagi verði lagt fyrir skipulags- og samgönguráð mars 2021.
Svar

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Hinn 23 júlí lagði Flokkur fólksins fram tillögur er lúta að Mjódd og voru þær felldar. Lagt var til að skipulagsyfirvöld leggi sitt að mörkum til að efla starfsemi í Mjódd og endurgerð bílastæða í Mjódd. Til ársloka 2018 var í gangi samningur milli Reykjavíkur og Svæðisfélags v/ göngugötu í Mjódd. Sá samningur var þá fallinn úr gildi og hefur ekki verið endurnýjaður. Ekki er vitað til þess hvort hann hafi verið endurnýjaður nú. Jafnframt var lagt til að horft yrði til þess að gera svæðið nútímalegra umhverfis Mjódd og að það verði fært í nútímalegra horf sem henta hagsmunum borgarbúa í dag. Aðgengi er erfitt og oft er á bílastæðinu eitt kraðak, bílar að komast inn og út og reyna að sæta lagi til að komast út á götuna. Öryggi er ábótavant. Lagt var einnig til að snyrta grænu svæðin í kringum Mjódd með það að leiðarljósi að laða að þeim fólk. Einnig að hlutast til um uppsetningu hjólastæða fyrir rafhjól og hefðbundin hjól, setja upp hleðslustöðvar fyrir bíla og koma því húsnæði sem er í eigu borgarinnar á svæðinu í notkun. Ekkert af þessum tillögum náðu eyrum skipulagsyfirvalda.