Umferðarskipulag Kvosarinnar, tillaga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 89
18. nóvember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 13. nóvember 2020, ásamt fylgiskjölum:
Svar

Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki meðfylgjandi framtíðarsýn fyrir umferðarskipulag Kvosarinnar.

Gestir
Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir yfirverkfræðingur og Edda Ívarsdóttir deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Hér er verið að stækka göngugötusvæðið í Kvosinni í samræmi við ákvörðun borgarstjórnar frá september 2018. Nálægar götur eru gerðar að vistgötum. Umhverfið verðu mannvænna og við fögnum því. Jafnframt telur meirihluti skipulags- og samgönguráðs að rétt sé að fara fram á það við löggjafann að umferðarlög verði skýrð á þann hátt að sveitarfélög fái aukin sveigjanleika varðandi akstur íbúa og að heimildir P-korta-hafa geti tekið mið af svæðisbundnum aðstæðum hverju sinni.
  • Miðflokkur
    Enn er þrengt að bílaumferð í Reykjavík. Hér er kynnt að loka eigi allri Kvosinni. Þetta er löngu komið yfir eitthvert þráhyggjustig hjá borgarstjóra og meirihlutanum. Þetta er hrein ögrun gagnvart Reykvíkingum og landsmönnum öllum. Það er bæði sorglegt og óhuggulegt hvernig búið er að skemma miðbæinn undanfarin rúman áratug undir stjórn vinstri manna í borgarstjórn. Einnig er það ábyrgðarleysi að verið er að loka aðgengi að opinberum stofnunum ríkisins. Borgin ber skyldur gagnvart ríkinu. Sú skylda er hundsuð í þessu máli – enda mega að sjálfsögðu engir bílar vera fyrir góða fólkinu þegar verið er að flýta sér úr ráðhúsinu yfir á Vinnustofu Kjarvals.
  • Flokkur fólksins
    Um er að ræða Kvosina sem einkennist af þrengslum. Fulltrúi Flokks fólksins minnir á rétt allra til að hafa aðgengi. Þá er átt við þá sem ýmist koma akandi, gangandi, hjólandi, í almenningssamgöngum og fatlað fólk og þeir sem losa vörur. Stór hluti svæðisins er nú þegar göngugötur eða vistgötur. Fyrst á að gera vistgötur og svo göngugötur? Stæðum mun fækka verulega. Væri ekki nær að leyfa vistgötum að vera áfram vistgötur og veður þá vissulega að merkja stæði íbúum og gestastæði auk stæða fyrir P merkta bíla? Best væri ef vistgötur væru fleiri og göngugötur færri þar sem gildandi umferðarlög setja veghaldara þröngar skorður um hvaða umferð er heimil á göngugötum. Með vistgötum helst þó aðgengi íbúa óbreytt frá því sem er í dag svo fremi sem stæði séu merkt þeim. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti hægt er að tryggja íbúum innan göngugötusvæða áfram aðgengi að eignum sínum noti þeir bíl. Óttast er að þessi óvissa fæli fólk frá að vilja fjárfesta á þessu svæði og rekstraraðila að opna verslanir þar. Stæðum fyrir hreyfihamlaða á að fjölga sem er gott. Skipulagsyfirvöld sendu minnisblað til Alþingis og vildu ráða hvaða göngugötur P merktir bílar megi aka um. Svar hefur ekki borist og mun sennilega ekki gera.