Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsvið, eignaskrifstofu, dags. 4. desember 2020, ásamt fylgigögnum.
Bókanir og gagnbókanir
Miðflokkur
Þetta er nokkuð merkilegt svar. Samkvæmt svarinu hefur lóð undir Malbikunarstöðina Höfða ekki verið úthlutað á Esjumelum. Það er hreint með ólíkindum að ekki er hægt að gefa upp áætlað kaupverð á þeim 12 sameinuðu lóðum sem gera samtals 5 hektara á þessu svæði. Á fundi borgarráðs þann 22. ágúst 2019 var samþykkt lóðarvilyrði fyrir Malbikunarstöðina Höfða á Esjumelum. Það var síðan ekki fyrr en á fundi borgarráðs þann 20. júní sl. að samþykkt var að segja upp ótímabundnum afnotasamningi Malbikunarstöðvarinnar Höfða á um 8.330 m2 lóð að Sævarhöfða 6-10 og óútvísuðu borgarlandi við sömu götu. Þann 21. júní sl. var Malbikunarstöðinni send uppsögn sem tók gildi þann 1. júlí sl. og gerð sú krafa að Malbikunarstöðin víki af svæðinu fyrir 30. júní 2021. Með bréfi, dags. 12. júlí sl., óskaði Malbikunarstöðin eftir lóð á Esjumelum undir starfsemi fyrirtækisins. Tímalínan er eitthvað rugluð í þessu máli. Lóðavilyrði þetta var veitt án auglýsingar á lóðinni á grundvelli þess að verið er að greiða fyrir uppbyggingu á Ártúnshöfða. Hér er Reykjavíkurborg einn túrinn enn að úthluta gæðum „yfir borðið“ til eins aðila og án þess að leyfa öðrum að bjóða í lóðirnar sem eðli málsins samkvæmt eru mjög verðmætar til framtíðar.