Lögð fram svohljóðandi tillaga Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 24. nóvember 2020
Svar
Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki að:
Bókanir og gagnbókanir
Flokkur fólksins
Umferðaröryggi í Úlfarsárdal hefur verið ábótavant. 7. október bókaði fulltrúi Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu fulltrúa Flokks fólksins um að gert verði átak til að tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda í Úlfarsárdal. Tillögunni var vísað frá. Minnt er á að málið var á dagskrá íbúaráðs Úlfarsárdals fyrir skemmstu en þar var bókað að nokkuð sé ábótavant við merkingar og einnig við umferðarskipulag svo sem hringtorg í Grafarholti og Úlfarsárdal. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að verið sé að vinna að umferðaröryggisaðgerðum s.s. merkingu og lýsingu gangbrauta í Úlfarsárdal. Miklar tafir hafa verið á verkinu sem búið var að lofa fyrir ákveðinn tíma. Fram hefur komið hjá skipulagsyfirvöldum að það sé veghaldara að ákveða hvar gangbrautir yfir vegi eigi að liggja en ekki íbúa. Það er miður ekki síst í allri umræðunni um samráð við íbúa. Auðvitað eiga íbúar að hafa um þetta að segja. Eiga gangbrautir að vera gangbrautir aðeins ef veghaldari segir svo, annars bara gönguþverun? Og ef það er gönguþverun þarf þá ekki að vera skilti?! Hér er gott tilefni til að hafa samráð við íbúa sem vilja kannski hafa eitthvað um það að segja hvar gangbrautir eigi að vera í hverfinu þeirra.