Kvosin, vistgötur, tillaga - USK2020060077
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 90
2. desember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram svohljóðandi tillaga Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 27. nóvember 2020:
Svar

Lagt er til skipulags- og samgönguráð samþykki að eftirfarandi götur í Kvosinni verði gerðar að vistgötum: - Aðalstræti, - Grófin, - Naustin norðan Tryggvagötu, - Tryggvagata milli Lækjargötu og Grófarinnar, - Vesturgata milli Grófarinnar og Mjóstrætis, og að bílastæði við Aðalstræti 9 verði sérstaklega merkt hreyfihömluðum.

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Tillagan er að fullu í samræmi við tillögur um framtíðarumferðarskipulag Kvosarinnar sem samþykkt var á síðasta fundi. Áfram fögnum við gönguvænni borg.
  • Sjálfstæðisflokkur
    Vistgötur í Kvosinni eru spennandi þróun sem mun vafalaust bæta mannlíf í miðborginni. Mikilvægt er að áfram sé tryggt gott aðgengi atvinnurekenda með aðföng og aðgengi leigubifreiða sé ekki raskað.
  • Sósíalistaflokkur
    Áheyrnarfulltrúi sósíalista fagnar því að gangandi vegfarendur fái forgang í kvosinni og leggur áherslu á að merkingar verði mjög vel sýnilegar vegna þess að umferðarmenning á Íslandi hefur lítið gert ráð fyrir vistgötum hingað til.
  • Miðflokkur
    Enn er þrengt að bílaumferð í Reykjavík. Hér er kynnt að loka eigi allri Kvosinni. Þetta er löngu komið yfir eitthvert þráhyggjustig hjá borgarstjóra og meirihlutanum. Þetta er hrein ögrun gagnvart Reykvíkingum og landsmönnum öllum. Það er bæði sorglegt og óhuggulegt hvernig búið er að skemma miðbæinn undanfarin rúman áratug undir stjórn vinstri manna í borgarstjórn. Einnig er það ábyrgðarleysi að verið er að loka aðgengi að opinberum stofnunum ríkisins. Borgin ber skyldur gagnvart ríkinu. Sú skylda er hundsuð í þessu máli – enda mega að sjálfsögðu engir bílar vera fyrir góða fólkinu þegar verið er að flýta sér úr ráðhúsinu yfir á Vinnustofu Kjarvals.